Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. júní 2019 09:04
Elvar Geir Magnússon
Nauðgunarásakanir á hendur Ronaldo felldar niður
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Ákærur á hendur Cristiano Ronaldo, einum besta fótboltamanni heims, hafa verið felldar niður samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Rannsókn málsins hefur því verið hætt.

Ronaldo hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu en kona sem heitir Kathryn Mayorga sagðist hafa verið nauðgað af þessari stjörnu Juventus á hótelherbergi í Las Vegas 2009.

Lögreglan í Las Vegas tók málið upp aftur á síðasta ári, að ósk Mayorga.

En nún hefur málið verið látið niður falla. Ekki er vitað hvort Mayorga hafi náð sátt við Ronaldo utan dómssala.

„Ég neita fyrir þessar ásakanir. Nauðgun er alvarlegur glæpur sem stríðir gegn öllu sem ég stend fyrir og trúi á," sagði Ronaldo í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í október.

„Ég er ákveðinn í að hreinsa nafnið en neita að fæða fjölmiðlaumræðuna sem sköpuð var af fólki sem vildi koma sér á framfæri á minn kostnað."
Athugasemdir
banner
banner
banner