Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. júlí 2019 22:59
Brynjar Ingi Erluson
Inter Miami semur við tvo leikmenn (Staðfest)
David Beckham og félagar eru að safna í lið
David Beckham og félagar eru að safna í lið
Mynd: Getty Images
Matias Pellegrini og Julian Carranza sömdu í dag við bandaríska félagið Inter Miami. Þetta er sögulegt þar sem þetta eru fyrstu leikmennirnir sem félagið semur við frá stofnun þess.

David Beckham stofnaði félagið árið 2014 en hann á það ásamt Marcelo Claure, Jorge Mas, Jose Mas og Masayoshi Son. Það var ekki fyrr en undir lok síðasta árs sem félagið var samþykkt í MLS-deildina.

Inter Miami hefur leik á næsta tímabili eða í byrjun árs 2020 en félagið samdi við fyrstu tvo leikmennina í dag.

Matias Pellegrini og Julian Carranza koma báðir frá Argentínu og eru báðir 19 ára gamlir. Carranza kemur frá Banfield á meðan Pellegrini kemur frá Estudiantes de La Plata.

Þeir verða báðir áfram í Argentínu fram í janúar er nýtt tímabil hefst.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að finna unga og spennandi leikmenn sem eru á uppleið og eiga möguleika á því að verða mjög góðir leikmenn í þessari deild," sagði Paul McDonough, yfirmaður íþróttamála hjá Inter Miami.


Athugasemdir
banner
banner