Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
banner
   sun 01. september 2019 19:10
Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin: Hef lesið hluti í sumar sem pirruðu mig mikið
Gary Martin fór mikinn í viðtalinu.
Gary Martin fór mikinn í viðtalinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit að ég mun fá hrósið en það lögðu allir sig mikið fram, hlupu og börðust fyrir hvorn annan," sagði Gary Martin sem skoraði bæði mörkin þegar ÍBV vann 2 - 1 sigur á Val í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Valur

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu að ofan

„Það voru ungir krakkar á vellinum í dag sem geta verið stoltir af sjálfum sér og gerðu fjölskyldu sína stolta. Ég er ánægður fyrir þeirra hönd því hluti af ástæðu þess að ég verð áfram er að hjálpa ungum leikmönnum að taka næsta skrefið. Ég er ánægðari fyrir þeirra hönd en mín eigin. Það er erfitt að spila svona leik því Valur er með sterkt lið. "

Gary var hreint út sagt geggjaður í leiknum í kvöld, lagði allt í leikinn og uppskar eins og hann sáði.

„Ég svara gagnrýnisröddum í dag og gerði það. Ég hef skorað fleiri mörk með botnliðinu en sumir framherjar í toppliðunum en samt er ég að heyra margt sagt um mig," sagði hann.

„Það eru ótrúlega margir að tala um þyngdina mína og eitthvað en þetta þaggar niður í öllum. Sex mörk í sjö eða átta leikjum. Ég er mjög ánægður, við náum í þrjú stig þó það sé fullseint því við erum þegar fallnir en ég er ánægður með að geta svarað öllum. Þetta er fyrsti sigurinn minn í keppnisleik síðan í ágúst í fyrra þegar ég var í Noregi."

En hvað meinar Gary, varstu að svara Óla Jó þjálfara Vals líka?

„Nei, þessu var ekki beint að honum. Ég ber virðingu fyrir Óla og hann sagði mér afhverju hann lét mig fara frá Val. Það var erfið ákvörðun en ég hef ekkert að sanna fyrir honum. Hann reyndi að kaupa mig þrisvar eða fjórum sinnum. Ég er bara að sanna það fyrir öllum á Íslandi að ég geti skorað mörk fyrir hvaða lið sem er."

„Ég hefði auðveldlega geta beðið út tímabilið og farið í annað Pepsi Max lið en ég þarf ekki að spila í þeirri deild. Ég vil hjálpa ungum leikmönnum og gefa eitthvað af mér. Vonandi vinnum við Inkasso á næsta ári og ég kemst beint upp. Það er hluti af samningnum. Ég mun bara spila eitt tímabil í Inkasso."


ÍBV mætir FH í Kaplakrika 18. september en er komið í pásu þangað til. „Það eru 18 dagar í næsta leik gegn FH, það er annar góður leikur því ég vil spila gegn bestu liðunum. Ég er svo ánægður fyrir hönd félagsins að ná í þrjú stig."

En hvað var Gary að meina þegar hann talaði um að fólk væri að tala um þyngdina sína?

„Ég heyri svo margt. Eftir fyrsta leik tímabilsins var sagt í einhverjum Podcasti að ég líti út fyrir að vera of þungur og að það hljóti að vera erfitt fyrir mig að hlaupa. En ekki misskilja mig, þetta var rétt hjá þeim svo ég þurfti að sanna mig. Ég var 88 kíló og núna er ég 82. Þau höfðu á réttu að standa en það er gaman að sanna sig. Ég get skorað með hvaða liði sem er. Svo hef ég lesið hluti í sumar sem pirruðu mig virkilega en ég get svarað því og sannað mig á vellinum. Þetta er ástæða þess að ég kom til ÍBV því ég sagði að ég yrði að vera hérna í hverjum einasta leik. Ég gæti ekki gengið bara um aðgerðarlaus. Þetta hefur gert mig svo ánægðan og ég átta mig núna að mér líkar ennþá við fótbolta því þetta var erfitt hjá Val. Mig langar enn að spila fótbolta, njóta fótbolta og halda áfram. Ég er ánægður, það er gaman að ná fram hefndum."

En hvað var þetta með þyngdina, varstu að lyfta of mikið þungum lóðum?

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá gekk mér illa að venjast því að æfa bara klukan 17:00 á daginn því ég er vanur að æfa 10 á morgnana. Ég var orðinn of þungur og þeir höfðu á réttu að standa. En það er mér að kenna og ég kenni ekki neinum öðrum um þyngdina á mér. Það eru sex kíló farin svo ég er sáttur. Þetta er gott fyrir mig að taka mig á og þess vegna tek ég hlé frá efstu deild á næsta ári. Einbeiti mér að fótboltanum og verð aftur gamli Gary Martin."

En þú verður of góður fyrir Inkasso-deildina

„Já, vonandi. En fótboltinn er skrítinn, ég gæti verið einn af þeim sem er bara góður í efstu deildunum. Planið er að fara beint aftur upp og ég vonast til að skora mörk í Inkasso og ætti að gera það. Ég tók þessa ákvörðun sjálfur fyrir sjálfan mig og engan annan. Ég þarf að gefa eitthvað af mér og þetta snýst ekkert um að skora mörk næsta sumar heldur að hjálpa ungum leikmönnum. Ég vil hjálpa þeim því þetta er góður hópur á eyjunni og ég er svo þakklátur með hversu vel hefur verið farið með mig hérna. Það er ástæða þessa að ég verð áfram. Það eru fleiri en Gary Martin hérna á næsta tímabili, það er verkefnið að hjálpa ungum leikmönnum og fara aftur upp. Þetta verður erfið deild, við getum ekki rúllað henni upp því hún verður ekki auðveld, við verðum liðið sem allir vilja vinna."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner