Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 02. maí 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Vill frekar enda í topp fjórum en að vinna Sambandsdeildina
Unai Emery stjóri Aston Villa
Unai Emery stjóri Aston Villa
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Unai Emery stjóri Aston Villa segir að það sé enn forgangsatriði hjá liðinu að enda í topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni. Það eigi þó ekki að trufla liðið í baráttunni í Sambandsdeildinni.

Villa hefur átt magnað tímabil undir stjórn Spánverjans og gæti tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili um helgina ef Tottenham tapar gegn Chelsea í kvöld.

Á sama tíma í kvöld mun Villa taka á móti gríska liðinu Olympiakos í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar.

„Við erum gríðarlega spenntir fyrir Sambandsdeildinni og mjög gíraðir fyrir úrvalsdeildina. Skoðun mín frá því í upphafi tímabils hefur ekki breyst, úrvalsdeildin er mikilvægust og svo koma hinar keppnirnar," segir Emery.

„Úrvalsdeildin er í forgangi en við reynum auðvitað að ná sem bestum árangri í báðum keppnum."

Emery vann Evrópudeildina fjórum sinnum sem stjóri Sevilla og Viallareal og kom Arsenal í úrslitaleik sömu keppni.

Aston Villa er eina enska liðið sem er eftir í Evrópu. Markvörðurinn Emiliano Martínez verður ekki með í kvöld vegna leikbanns og þá eru miðjumaðurinn Youri Tielemans og varnarmaðurinn Alex Moreno á meiðslalistanum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner