Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 01. janúar 2019 13:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óvænt orðaður við Man Utd - Vinur Klopp
Marco Rose.
Marco Rose.
Mynd: Getty Images
Marco Rose er óvænt kominn inn í umræðuna um stjórastarf Manchester United.

Rose er ekki nafn sem margir íslenskir knattspyrnuáhugamenn þekkja en hann er stjóri RB Salzburg í Austurríki. Hann er 42 ára gamall og var að þjálfa unglingaliðin hjá Salzburg áður en hann tók við aðalliðinu árið 2017.

The Sun segir frá því í dag að Ed Woodward, framkvæmdastjóri United, sé búinn að teikna upp lista af mögulegum knattspyrnustjórum fyrir næsta tímabil, ef ekki tekst að fá Mauricio Pochettino frá Tottenham.

Rose er á þessum lista ásamt Zinedine Zidane, Laurent Blanc og Ole Gunnar Solskjær, sem stýrir United nú tímabundið.

Rose stýrði Salzburg til meistaratitilsins í Austurríki á sínu fyrsta tímabili ásamt því að hann kom liðinu í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Í augnablikinu er Salzburg með 14 stiga forskot á toppnum í Austurríki og er liðið taplaust í öllum keppnum.

Rose var sem leikmaður hjá Mainz 05 í Þýskalandi og spilaði þar undir stjórn Jurgen Klopp, núverandi stjóra Liverpool. Klopp og Rose eru góðvinir í dag.



Athugasemdir
banner
banner