Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 01. janúar 2020 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti: Man City átti sigurinn skilið
Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti
Mynd: Getty Images
Ítalski stjórinn Carlo Ancelotti segir að Manchester City hafi átt skilið að vinna í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri City.

Gabriel Jesus skoraði bæði mörk City og var nálægt því að fullkomna þrennuna en Richarlison minnkaði muninn fyrir Everton seint í leiknum.

Ancelotti hafði unnið fyrstu tvo leiki sína með Everton en tapaði fyrsta leiknum í kvöld. Liðið mætir Liverpool í næsta leik og er hann spenntur fyrir því verkefni.

„Manchester City spilaði frábæran leik svona ef ég á að tala í hreinskilni. Við vorum inn í leiknum allan tímann en City átti sigurinn skilið. Þeir voru betri en við og við vorum of feimnir í fyrri hálfleiknum. Við vorum með boltann en gátum ekki fundið lausnir," sagði Ancelotti.

„Það var góður andi í okkur í seinni hálfleiknum og núna verðum við að undirbúa næsta leik. Við eigum erfiðan leik gegn Liverpool og verðum halda góða andanum í gangi. Við þurfum tíma til að vinna og aðlaga hlutina sem voru ekki góðir. Eftir þann leik þá höfum við tíma til að gera Everton að betra liði," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner