Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 01. janúar 2021 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Markmiðið að halda okkur í toppbaráttunni
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti var svekktur eftir 0-1 tap Everton á heimavelli gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tomas Soucek gerði eina mark leiksins á 86. mínútu eftir jafnan leik þar sem Everton hélt boltanum mun meira en Hamrarnir fengu hættulegri færi.

„Þetta var mjög jafn leikur þar sem hvorugt lið fékk mikið af færum. Þetta var ekki okkar besta frammistaða, við vorum aðeins of hægir. West Ham spilaði frábæran leik," sagði Ancelotti.

„Við verðum að samþykkja úrslitin og læra af þeim. Við lendum í vandræðum þegar við erum mikið með boltann, okkur líður betur þegar við verjumst og beitum skyndisóknum. Það er eitthvað sem við verðum að bæta."

Everton er í 3-4. sæti með 29 stig eftir 16 umferðir. West Ham er með 26 stig.

„Við erum í góðri stöðu í deildinni og vonandi getum við haldið okkur í toppbaráttunni út tímabilið. Það er markmiðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner