Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 02. maí 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher
Powerade
Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus.
Mynd: EPA
Conor Gallagher.
Conor Gallagher.
Mynd: EPA
Amadou Onana.
Amadou Onana.
Mynd: EPA
Mohammed Kudus.
Mohammed Kudus.
Mynd: West Ham
Slúðurpakki dagsins er hnausþykkur en meðal þeirra sem koma við sögu eru Jesus, Jorginho, McKenna, Gallagher, Pickford, Ten Hag, Guimaraes og Adarabioyo.

Arsenal er tilbúið að hlusta á tilboð í brasilíska framherjann Gabriel Jesus (27) í sumar. (Athletic)

Arsenal er vongott um að ítalski miðjumaðurinn Jorginho (32) muni hafna áhuga Juventus, Lazio og Napoli til að skrifa undir framlengingu á samningi. (Standard)

Brighton mun reyna að lokka Kieran McKenna í burtu frá Ipswich Town ef stjórinn Roberto de Zerbi yfirgefur félagið í lok tímabilsins. (Guardian)

Tottenham mun reyna að fá Conor Gallagher (24) miðjumann Chelsea og enska landsliðsins ásamt Santiago Gimenez (23) mexíkóskan framherja Feyenoord í sumar. Þeir hafa einnig augastað á enska varnarmanninum Lloyd Kelly (25) hjá Bournemouth. (Telegraph)

Everton gæti neyðst til að selja enska markvörðinn Jordan Pickford (30) ef ekkert verður af fyrirhugaðri yfirtöku 777 Partners. (Talksport)

Arsenal, Bayern München og Newcastle United eru líklegust í baráttunni um belgíska miðjumanninn Amadou Onana (22) hjá Everton. (Football Transfers)

Manchester United hyggst halda Erik ten Hag á næstu leiktíð vegna skorts á augljósum valkostum ásamt þeim kostnaði sem myndi fylgja því að reka Hollendinginn. (Athletic)

Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes (29) segir að framtíð sín hjá Manchester United muni ráðast af því hvort félagið vill að hann verði áfram. (Telegraph)

Newcastle United mun ekki verða fyrir pressu til að selja brasilíska miðjumanninn Bruno Guimaraes (26) undir 100 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans eða selja sænska framherjann Alexander Isak (24). (i Sport)

Newcastle er að færast nær enska varnarmanninum Tosin Adarabioyo (26) sem verður fáanlegur á frjálsri sölu frá Fulham í sumar. (Sun)

Adarabioyo, sem hefur einnig vakið áhuga AC Milan, Manchester United og Liverpool, hefur tilkynnt Fulham að hann muni ekki skrifa undir nýjan samning þegar núverandi samningur hans rennur út í sumar. (Mail)

Borussia Dortmund íhugar að fá Jurgen Klopp aftur til félagsins sem yfirmann fótboltamála á næsta ári. Ári eftir að hann hættir hjá Liverpool. (Independent)

Liverpool gæti reynt að fá Willian Pacho (22), varnarmann Eintracht Frankfurt og Ekvador, og lána hann síðan aftur til þýska félagsins út næsta tímail. (Bild)

West Ham býst við að miðjumennirnir Mohammed Kudus (23), Lucas Paqueta (26) og Edson Alvarez (26) muni þrýsta á um brottför frá félaginu í sumar. (Football Insider)

Fluminense hefur lagt fram formlegt tilboð til brasilíska varnarmannsins Thiago Silva (39) eftir að hann ilkynnti að hann myndi yfirgefa Chelsea í lok tímabilsins. (Fabrizio Romano)

Sipke Hulshoff, Ruben Peeters og Etienne Reijnen aðstoðarmenn Arne Slot hjá Feyenoord hafa allir samþykkt að fylgja stjóranum til Liverpool. (Football Insider)

Everton fylgist með enska miðverðinum Jacob Greaves (23) hjá Hull City og Sammie Szmodics (28) írskum framherja Blackburn Rovers, (Football Transfers)

Juventus og AC Milan hafa snúið athyglinni frá Joshua Zirkzee (22) framherja Bologna þar sem þau óttast að hann kjósi frekar að fara til Arsenal í sumar. (Givemesport)

Ronald Araujo (25) varnarmaður Barcelona og Úrúgvæ, er að ákveða hvort hann geri nýjan samning við spænska félagið en Manchester United og Bayern München hafa sýnt honum áhuga. (Sport)

Klaus Mitterdorfer, forseti fótboltasambands Austurríkis, vonast til að Ralf Rangnick hafni því að fara til Bayern München og verði áfram landsliðsþjálfari. (Sky Sports Þýskalandi)

Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, vill gjarnan endurnýja kynnin við serbneska kantmanninn Filip Kostic (31) hjá Juventus. Hann lék undir stjórn Glasner hjá Eintracht Frankfurt. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner