Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. febrúar 2020 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Atsu hafnaði Celtic, Blackburn og Nottingham Forest
Atsu hefur skorað 8 mörk fyrir Newcastle.
Atsu hefur skorað 8 mörk fyrir Newcastle.
Mynd: Getty Images
Christian Atsu, kantmaður Newcastle, neitaði að yfirgefa félagið á láni í janúarglugganum.

Sky Sports greinir frá því að Newcastle hafi samþykkt tilboð frá Celtic, Blackburn Rovers og Nottingham Forest en Atsu hafi ákveðið að vera áfram í Newcastle til að berjast um sæti í liðinu.

Atsu, sem er 28 ára landsliðsmaður Gana, hefur komið við sögu í 18 deildarleikjum Newcastle hingað til en spiltími hans gæti minnkað til muna eftir janúargluggann.

Newcastle bætti nefnilega kantmanninum Valentino Lazaro í hópinn og bakverðinum Danny Rose, sem gerir það að verkum að Matt Ritchie getur barist um fleiri stöður á vellinum.

Atsu hefur verið hjá Newcastle í þrjú og hálft ár og spilað yfir 100 leiki fyrir félagið. Samningur hans við félagið rennur út eftir eitt og hálft ár.
Athugasemdir
banner
banner