Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 01. maí 2017 14:40
Elvar Geir Magnússon
St Totteringham's dagurinn ekki í ár
Dele Alli og Son.
Dele Alli og Son.
Mynd: GettyImages
Eftir sigur Tottenham gegn Arsenal í gær varð ljóst að Tottenham endar fyrir ofan erkifjendur sína í deildinni í fyrsta sinn á 22 tímabilum.

Það þýðir að St Totteringham's dagurinn verður ekki haldinn hátíðlegur þetta árið.

Stuðningsmenn Arsenal bjuggu til St Totteringham's daginn en það er sá dagur þar sem ljóst er að Tottenham á ekki lengur möguleika á því að enda fyrir ofan Arsenal.

2-0 sigur Tottenham gerir það að verkum að liðið er í öðru sæti með 77 stig en Arsenal er 17 stigum frá í sjötta sæti. Aðeins 15 stig eru eftir í pottinum úr síðustu fimm umferðunum og Arsenal getur því ekki náð Spurs.

Stuðningsmenn Tottenham hafa í staðinn búið til nýjan dag, 'St Arse's daginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner