Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. maí 2022 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti ýjar að komu Mbappe til Real
Mynd: EPA

Félagaskipti Kylian Mbappe til Real Madrid líta sífellt líklegri út og þá sérstaklega eftir nýjustu ummæli Mauricio Pochettino og Carlo Ancelotti sem eru við stjórnvölinn hjá PSG og Real Madrid.


Mbappe er verðmætasti leikmaður heims í dag og hefur gefið út að það eru aðeins tvö félög sem koma til greina fyrir framtíðina hans. Annað hvort verður hann áfram í París eða flytur til Madrídar.

Pochettino sagði á dögunum að hann teldi 100% líkur á að hann og Mbappe yrðu áfram hjá PSG. Carlo Ancelotti svaraði þessum ummælum með að saka Pochettino um lygar og nú hefur Argentínumaðurinn tjáð sig aftur.

Pochettino var spurður út í ummælin og var snöggur að draga þau til baka. „Sagði ég að við Mbappe yrðum 100% áfram á næstu leiktíð? Nei... ég var að tala um nútíðina," sagði Pochettino við Prime Video í Frakklandi.

Ummælin sem Ancelotti lét frá sér í kjölfarið hafa vakið mikla athygli.

„Mbappe til Real? Framtíðin er þegar skrifuð, með þetta félag og þennan forseta."

Þýðir þetta að Mbappe fer til Real í sumar? „Ég sagði það ekki."


Athugasemdir
banner
banner