Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. maí 2022 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
City og United berjast um varnarmann og miðjumann
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það er nóg um að vera í slúðrinu á þessum alþjóðlega baráttudegi verkalýðsins. BBC hefur tekið saman það helsta þar sem nokkur af stærstu nöfnum fótboltaheimsins koma fyrir.



Manchester City býst við að Pep Guardiola skrifi undir samning í sumar til 2025. Núverandi samningur hans rennur út eftir ár. (Mirror)

Man City og Man Utd hafa áhuga á James Ward-Prowse, 27 ára miðjumanni Southampton. Arsenal, Tottenham og Newcastle fylgjast einnig með honum. (Daily Star)

Cristiano Ronaldo gæti snúið aftur til Real Madrid í sumar. Nýkrýndir Spánarmeistarar hafa áhuga. (Mirror)

Man City og Man Utd berjast einnig um Pau Torres, 25 ára miðvörð Villarreal. (Todofichajes)

Erik ten Hag vill kaupa vinstri bakvörðinn Tyrell Malacia, 22, til Man Utd. Malacia spilar fyrir Feyenoord og hollenska landsliðið og er metinn á um 15 milljónir evra. (Mirror)

Chelsea óttast að missa Mason Mount, 23, frá sér þar sem félagið getur ekki boðið honum nýjan samning þar til eigendaskiptin ganga í gegn. Man City og Liverpool hafa áhuga á Mount sem er samningsbundinn Chelsea til 2024. (Sun)

Hans-Joachim Watzke framkvæmdastjóri Borussia Dortmund segir að Erling Haaland, 21, hefði frekar farið til Man Utd veturinn 2019-20 ef Dortmund hefði ekki samþykkt að setja söluákvæði í samninginn. (Goal)

Chelsea ætlar að setja í forgang að bjóða Reece James, 22 ára hægri bakverði, bættan samning þegar eigendaskiptin ganga í gegn. Real Madrid hefur verið að sýna honum áhuga. (90Min)

Xavi, þjálfari Barcelona, vill ólmur halda í hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong, 24, sem er eftirsóttur af Man Utd. (Manchester Evening News)

Paris Saint-Germain er búið að bjóða Ousmane Dembele, 24, betri samning en Barcelona getur. Dembele ætlar þrátt fyrir það að skrifa frekar undir hjá Barca. (Sport)

Real Madrid ætlar að nýta sér kaupákvæði í samningi Sergio Reguilon, 25, sem hefur verið að gera góða hluti í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Tottenham. Real hefur endurkaupsrétt á honum fyrir 40 milljónir evra. (Todofichajes)

Wolves er reiðubúið til að selja miðjumanninn Ruben Neves, 25, í sumar til að fjármagna kaup á fleiri miðjumönnum og sóknarmönnum til að auka breiddina í hópnum. (Times)

Crystal Palace er að ganga frá kaupum á Cheick Doucoure, 22 ára miðjumanni Lens og landsliðsmanni Malí. (Sun)

Everton hefur áhuga á James Tarkowski, 29 ára miðverði Burnley sem verður samningslaus í sumar. (Football Insider)

Crystal Palace, Leeds, Watford og Fulham eru að fylgjast með Timo Hubers, 25 ára varnarmanni Köln. (Football Insider)

Newcastle er búið að bjóða Sean Longstaff, 24, nýjan fjögurra ára samning. Longstaff verður samningslaus í sumar. (Times)

AC Milan hefur náð samkomulagi við Lille um kaup á Renato Sanches, 24. Portúgalski miðjumaðurinn kostar á bilinu 20 til 25 milljónir evra. (Football Italia)

Sven Botman, 22 ára miðvörður hollenska landsliðsins og Lille, býst við að skipta um félag í sumar. Newcastle og AC Milan hafa sýnt honum mikinn áhuga en Lille vill fá vel borgað. (Get French Football News)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner