Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. júní 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Calhanoglu og Donnarumma að yfirgefa AC Milan
Hakan Calhanoglu.
Hakan Calhanoglu.
Mynd: Getty Images
Allt stefnir í að tyrkneski landsliðsmaðurinn Hakan Calhanoglu muni yfirgefa AC Milan á frjálsri sölu en Tuttosport segir að hann sé langt frá því að ná samkomulagi um nýjan samning.

Sagt er að mikið beri á milli en núgildandi samningur rennur út 30. júní.

Þessi 27 ára leikmaður hjálpaði AC Milan að tryggja sér Meistaradeildarsæti en hann skoraði fjögur mörk og átti fjórar stoðsendingar í 33 leikjum í ítölsku A-deildinni.

Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma virðist einnig á förum frá AC Milan en samningur þessa 22 ára markvarðar er líka að renna út. Hann er núna að búa sig undir EM alls staðar með ítalska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner