Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. júní 2022 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa ætlar að nýta ákvæði Olsen - Roma vill Bissouma
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Aston Villa fékk sænska landsliðsmarkvörðinn Robin Olsen lánaðan frá Roma í janúar með 3,5 milljón evra kaupmöguleika.


Villa ætlar að nýta sér þennan möguleika á Olsen sem rennur út á samningi á næsta ári.

Olsen er 32 ára gamall og spilaði aðeins einn leik á sex mánaða dvöl sinni hjá Villa.

Hann er hugsaður sem varamarkvörður fyrir Emiliano Martinez og getur veitt honum góða samkeppni.

Olsen hefur leikið fyrir Everton og Sheffield United á láni undanfarin tímabil og á í heildina 35 leiki að baki fyrir Roma.

Roma er að safna sér pening til að kaupa Yves Bissouma, eftirsóttan miðjumann Brighton.

Bissouma er 25 ára gamall og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Brighton.

Kapphlaupið um Bissouma verður þó erfitt en Brighton hafnaði tilboði frá Aston Villa í leikmanninn í janúar og hafa Tottenham og Manchester United einnig verið nefnd til sögunnar.


Athugasemdir
banner