Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. október 2021 15:15
Brynjar Ingi Erluson
Klopp gæti ekki leikið James Bond: Fólk myndi slökkva á myndinni
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, ræddi allt milli himins og jarðar á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Manchester City en liðin eigast við á sunnudag á Anfield.

Liverpool er með eins stigs forystu á City eftir sex umferðir og verður því alvöru barátta í LIverpool-borg.

Fundurinn byrjaði með smá léttleika en Klopp tjáði sig um ummæli enska leikarans, Daniel Craig, sem hann lét falla um þýska stjórann. Jamie Carragher ræddi við Craig sem fer með hlutverk James Bond í myndinni No Time To Die en það er síðasta mynd hans í þessu hlutverki.

Craig var spurður hvort Klopp yrði góður sem Bond en hann sagði væri töluvert stærri en það.

„Takk fyrir þessi fallegu orð í minn garð en ég yrði hræðilegur í hlutverki James Bond. Ef ég myndi labba úr vatninu í stuttbuxum þá myndi allur heimurinn slökkva á sjónvarpinu. Ég var nógu heppinn að hitta Daniel Craig nokkrum sinnum og mun sakna hans sem James Bond," sagði Klopp áður en hann fór að ræða um leikinn sem er framundan.

Baráttan milli Liverpool og Man City síðustu ár hefur verið með þeim betri í enska boltanum og má búast við hörkuleik á Anfield.

„Þetta er stórleikur á sunnudag. Man City er með frábært lið. Þeir töpuðu gegn PSG og ég sagði að þeir myndu koma til baka en ég hef horft á þetta aftur og þeir þurfa þess ekki. Þeir nýttu ekki færin og PSG skoraði. Það segir mikið um gæði City hvernig þeir voru með yfirburði á vellinum. Við verðum að spila vel."

„Ég vissi ekki að við hefðum skorað 20 mörk í september en við klúðruðum líka góðum færum. Ég veit ekki hvort við eigum að búast við því gegn City. Það voru einhver færi gegn þeim en það hjálpar alltaf þegar þú ert í góðu formi og við erum það. Maður þarf þess til að eiga möguleika."

„Man City er besta lið Evrópu í augnablikinu. Síðustu helgi spiluðu þeir gegn Chelsea, sem er með gott lið, en City var klárlega betra þann daginn. Þetta er liðið sem við þurfum að mæta. Við verðum að skora og það hjálpar en við verðum að verjast á hæsta stigi."

„Við verðum að vera hugrakkir, sýna frumkvæði og vera lúmskir líka. Verðum eiginlega að vera besta útgáfan og aðeins þá eigum við möguleika. Við munum reyna það. Það sem gerðist í síðustu viku eða um daginn var allt í lagi en við þurfum flókna áskorun. Ég þakka Guði fyrir að hafa þessi lið. Þetta er spennandi,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner