Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. nóvember 2020 23:05
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho ósáttur með VAR: Skoðun mín skiptir engu máli
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var ánægður eftir 2-1 sigur Tottenham gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann hrósaði Brighton í hástert fyrir frammistöðuna og sagði að félög eins og Brighton spili stórt hlutverk í að gera ensku úrvalsdeildina þá bestu í heimi.

„Alltaf þegar stórlið á í erfiðleikum með smærra lið er skuldinni skellt á stórliðið og leikurinn greindur þannig að stórliðið hafi ekki verið að spila nægilega vel. Ég tel vera kominn tíma á að hrósa smærri liðunum sem verða betri og betri með hverju árinu, gæðabilið á milli stærri og smærri liða fer stöðugt minnkandi," sagði Mourinho.

„Smærri liðin eru með góða leikmenn og frábæra þjálfara. Það eru ekki til gefins þrjú stig lengur eins og voru þegar ég kom fyrst í deildina 2004. Þetta er það sem gerir úrvalsdeildina að bestu deild í heimi, það er svo mikil samkeppni að það er alltaf hægt að tapa stigum. Leikmenn Brighton áttu góðan leik í kvöld og voru betri en við á köflum."

Það var nokkuð um umdeilda dóma í sigri Tottenham gegn Brighton og segist Mourinho ekki geta skilið ákvörðun Graham Scott um að leyfa jöfnunarmarki Brighton að standa í upphafi síðari hálfleiks.

„Ég kýs að halda mig frá VAR. Ég vil helst ekki tjá mig um þetta, að mínu mati verður dómarinn sjálfur að mæta á fréttamannafund og útskýra ákvörðunina. Hann skoðaði skjáinn sinn svo hann hlýtur að geta gefið einhverja útskýringu á þessu. Skoðun mín skiptir engu máli.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja um þetta. Mín skoðun er sú að ég sakna gamla góða fótboltans án myndavéla. Ég er þó ötull stuðningsmaður marklínutækninnar því hún virkar."

Athugasemdir
banner
banner
banner