Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. nóvember 2020 16:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Silva og Willian Jose á skotskónum í sigri toppliðsins
Willian Jose skoraði tvö
Willian Jose skoraði tvö
Mynd: Getty Images
Oyarzabal og Silva skoruðu fyrstu mörk Sociedad. Oyaarzabal er markahæstur í deildinni.
Oyarzabal og Silva skoruðu fyrstu mörk Sociedad. Oyaarzabal er markahæstur í deildinni.
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum er lokið í spænsku La Liga í dag. Fyrri leikurinn fór fram í Sevilla á heimavelli Betis.

Elche kom í heimsókn og lá 3-1. Antonio Sanabria skoraði fyrsta mark heimamanna og Cristian Tello seinni tvö. Josan skoraði svo eina mark gestanna.

Seinni leikur dagsins fór fram í Vigo á heimavelli Celta. Gestirnir frá Sociedad voru með talsverða yfirburði í leiknum í dag og leiddu með tveimur mörkum í hléi, David Silva og Mikel Oyarzabal með mörkin.

Í seinni hálfleik skoraði Willian Jose á 54. mínútu og kom gestunum í 0-3.

Iago Aspas klóraði í bakkann á 77. mínútu með marki úr vítaspyrnu en WIllian Jose skoraði sitt annað mark á 81. mínútu og innsiglaði sigur gestanna.

Sociedad hefur farið mjög vel af stað á þessari leiktíð og er í toppsæti deildarinnar.

Liðið hefur reyndar leikið átta leiki á meðan liðini í næstu fimm sætum hafa leikið færri leiki. Oyarzabal er markahæstur í deildinni með fimm mörk.

Betis 3 - 1 Elche
1-0 Antonio Sanabria ('7 )
2-0 Cristian Tello ('29 )
2-0 Nabil Fekir ('45 , Misnotað víti)
3-0 Cristian Tello ('56 )
3-1 Josan ('60 )

Celta 1 - 4 Real Sociedad
0-1 David Silva ('24 )
0-2 Mikel Oyarzabal ('34 )
0-3 Willian Jose ('54 )
1-3 Iago Aspas ('77 , víti)
1-4 Willian Jose ('81 )
Athugasemdir
banner
banner