Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. nóvember 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjóri Exeter: Persónuleiki Jökuls honum og fjölskyldunni til sóma
Líkur á því að dvöl Jökuls framlengist
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson er þessa daganna á láni hjá Exeter City frá Reading. Markvörðurinn, sem er nítján ára gamall, gekk í raðir félagsins síðasta þriðjudag á neyðarláni í viku. Neyðarlán er það kallað þar sem það er utan félagaskiptaglugga. Meiðsli hrjá markverði liðsins og því fékk félagið undanþágu.

Jökull lék sinn fyrsta leik fyrir Exeter, og jafnframt sinn fyrsta leik í atvinnumannadeild, á þriðjudag. Hann lék sinn annan leik í gær þegar Exeter vann gegn Carlisle í ensku D-deildinni.

Matt Taylor, fyrrum leikmaður Portsmouth, West Ham og Burnley, er þjálfari Exeter og tjáði hann sig um Jökul eftir sigurleikinn í gær. Fyrsta spurning var út í mögulega framlengingu á veru Jökuls hjá félaginu.

„Jökull hefur gert þokkalega vel í þessum tveimur leikjum. Við munum skoða það og vonandi vill Reading að hann verði hér áfram og fái aukna reynslu. Hann er markvörður og spilaði sína fyrstu tvo leiki. Ég veit að hann er Íslendingur en vertu velkominn í enska fótboltann. Þetta er frábær reynsla fyrir hann," sagði Taylor í viðtali sem birtist á Twitter-reikningi félagsins og nefndi að aðstæður hefðu ekki verið fullkomnar fyrir markmenn.

Spyrillinn spurði Taylor nánar út í Jökul og nefndi að vel hefði heyrst í Jökli í markinu, eins og hann hefði verið lengi hjá félaginu.

„Hann er með persónuleika sem mér finnst mjög verðmætur, persónuleiki sem er nauðsynlegur í nokkrum stöðum á vellinum. Að hann búi yfir þessum persónuleika er eitthvað sem er honum, fjölskyldu hans og Reading til sóma. Við viljum að hann verði áfram og haldi áfram að gera vel þangað til markverðirnir snúa aftur, vonandi nær Jökull að halda dampi," sagði Taylor.


Stöðutaflan England 2. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Stockport 45 27 11 7 95 46 +49 92
2 Mansfield Town 45 24 13 8 89 46 +43 85
3 Wrexham 45 25 10 10 87 51 +36 85
4 MK Dons 45 23 8 14 79 64 +15 77
5 Doncaster Rovers 45 21 7 17 71 66 +5 70
6 Crewe 45 19 13 13 68 64 +4 70
7 Barrow 45 18 14 13 61 55 +6 68
8 Crawley Town 45 20 7 18 71 67 +4 67
9 Bradford 45 18 12 15 57 58 -1 66
10 Walsall 45 18 11 16 68 68 0 65
11 Gillingham 45 18 9 18 44 55 -11 63
12 Wimbledon 45 16 14 15 59 50 +9 62
13 Harrogate Town 45 17 11 17 58 67 -9 62
14 Notts County 45 18 7 20 89 85 +4 61
15 Tranmere Rovers 45 17 6 22 66 66 0 57
16 Morecambe 45 17 9 19 64 78 -14 57
17 Newport 45 16 7 22 61 72 -11 55
18 Accrington Stanley 45 15 9 21 59 70 -11 54
19 Swindon Town 45 14 11 20 74 80 -6 53
20 Salford City 45 13 11 21 64 80 -16 50
21 Grimsby 45 11 16 18 57 72 -15 49
22 Colchester 45 11 11 23 58 79 -21 44
23 Sutton Utd 45 9 14 22 55 80 -25 41
24 Forest Green 45 10 9 26 43 78 -35 39
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner