Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 02. janúar 2021 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Dan Burn klaufi: Gaf vítaspyrnu og skoraði sjálfsmark
Mynd: Getty Images
Brighton er að spila við Wolves þessa stundina og er staðan 2-3 í fjörugum leik.

Dan Burn, varnarmaður Brighton, hefur verið miðpunktur athyglinnar þar sem hann orsakaði tvö af þremur mörkum Úlfanna í leiknum.

Fyrst skoraði hann klaufalegt sjálfsmark þar sem hann var ekki nægilega fljótur að bregðast við. Hann fékk boltann í hnéð og þaðan hrökk hann í netið. Burn hefði eflaust getað gert betur þar en svo gerði hann önnur slæm mistök tíu mínútum síðar.

Adama Traore komst framhjá honum við endalínuna og ákvað Burn að fara í tæklingu um leið og þeir voru komnir inní vítateiginn. Burn missti af knettinum og felldi Traore, Ruben Neves skoraði úr vítaspyrnunni.

Burn varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að skora sjálfsmark og fá á sig vítaspyrnu í sama úrvalsdeildarleiknum síðan Eliaquim Mangala gerði það í leik Manchester City gegn Hull í september 2014.

Sjálfsmarkið má sjá hér.

Vítaspyrnuna má sjá hér.
Athugasemdir
banner
banner