Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 02. apríl 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Gerðist aldrei undir stjórn Mourinho"
Mynd: Getty Images
Manchester United þurfti að sætta sig við tap gegn Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

United komst yfir og var með stjórnina á leiknum alveg þangað til á 25. mínútu. Þá jafnaði Wolves eftir slæm mistök í vörninni. Á 77. mínútu kom svo sigurmarkið, sjálfsmark frá Chris Smalling.

United lék stóran hluta seinni hálfleiks einum færri eftir að Ashley Young lét reka sig af velli.

Simon Stone, blaðamaður BBC, greindi frá því eftir leikinn að þetta hefði verið svolítið sérstakt tap hjá United, í ljósi þess að Man Utd hefur ekki misst frá sér sigurstöðu niður í tap síðan í maí 2016 þegar Louis van Gaal var stjóri liðsins.

Þá tapaði United 3-2 gegn West Ham eftir að hafa verið 2-1 yfir.

„Með öðrum orðum þá gerðist það aldrei undir stjórn Jose Mourinho," sagði Stone.
Athugasemdir
banner
banner