Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. maí 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætlar sér ekki að stinga stuðningsfólk Leeds í bakið
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: EPA
Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds, er sagður á óskalista Manchester United fyrir sumarið.

Phillips er leikmaður sem myndi klárlega gefa United nýja vídd inn á miðsvæðið þar sem hann er gríðarlega orkumikill og tilbúinn að hlaupa eins og enginn sé morgundagurinn.

En Phillips ætlar sér ekki að fara til Man Utd.

Hann er mikill Leedsari og er mikill rígur á milli þessara tveggja félaga. Phillips hefur þess vegna engan áhuga á að gerast leikmaður Man Utd.

Að sögn Daily Mail þá vill Phillips ekki stinga stuðningsfólk Leeds í bakið með því að fara til Man Utd. Það verða þó eflaust fleiri félög sem munu sýna honum áhuga í sumar enda leikmaður sem hefur fest sig í sessi í enska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner