Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. júní 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Safna fyrir heilsársaðstöðu fyrir ungt knattspyrnufólk á Seyðisfirði
Úr kveðjuleiknum
Úr kveðjuleiknum
Mynd: Austurfrétt / Gunnar Gunnarsson
Mynd: Austurfrétt / Gunnar Gunnarsson
Fyrrum leikmenn Hugins og stuðningsmannafélag félagsins hafa sett söfnun í gang til að byggja upp aðstöðu fyrir ungt knattspyrnufólk á Seyðisfirði.

Nýjar íbúðir verða byggðar á Seyðisfjarðarvelli sem er einn elsti knattspyrnuvöllur landsins í júní og í tilefni þess var spilaður kveðjuleikur á vellinum þann 22. maí.

Þar sem knattspyrnuaðstaða er döpur á Seyðisfirði komu fyrrum leikmenn Hugins þeir Birkir Pálsson og Rúnar Freyr Þórhallsson söfnun af stað með hjálp stuðningsmannafélags Hugins (Hugins Býflugunnar).

Fjármagnið sem safnast saman er ætlað til þess að byggja upp heilsársaðstöðu fyrir ungt knattspyrnufólk á Seyðisfirði. Hugmyndin er að byggja yfir sparkvöllinn á Seyðisfirði og svipar hugmyndin til þess sem gert var á Borgarfirði Eystra þar sem hægt er að stunda knattspyrnu allt árið á yfirbyggðum knattspyrnuvelli.

Nú þegar hefur nokkuð fjármagn safnast saman með frjálsum framlögum í kjölfar kveðjuleiksins ásamt því að Huginssjoppan var til staðar að selja vörur til styrktar verkefninu.

Þeir sem vilja leggja verkefninu lið er bent á styrktarreikning verkefnisins:

Kt: 510381-0259
Reikningsnr: 0175-26-010041


Athugasemdir
banner
banner
banner