Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. júní 2021 19:00
Victor Pálsson
Segir Guardiola hafa eyðilagt fyrir Man City - „Leikmennirnir efast um hann"
Starfið í hættu?
Starfið í hættu?
Mynd: EPA
Þýska goðsögnin Lothar Matthaus hefur sent Pep Guardiola, stjóra Manchester City, skýr skilaboð eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Guardiola hefur verið gagnrýndur eftir 1-0 tap gegn Chelsea í úrslitunum en uppstilling liðsins vakti töluverða athygli.

Það var enginn varnarsinnaður miðjumaður í byrjunarliði Man City en bæði Fernandinho og Rodri sátu á bekknum.

Matthaus segir að leikmenn Man City efist nú um hæfni Guardiola og að stjórn liðsins muni ræða hans framtíð.

„Með þessu byrjunarliði þá eyðilagði hann vonir liðsins í Meistaradeildinni og verður að hlusta á gagnrýni úr öllum áttum," sagði Matthaus.

„Ég er viss um að það verði rætt um það innbyrðis hvort hann ætti að vera áfram. Leikmennirnir munu efast um hann eftir þennan úrslitaleik."

„Hann þurfti að reyna eitthvað öðruvísi á versta tímapunkti og átti fullkomlega skilið að tapa."

„Hvernig geturðu spilað án afturliggjandi miðjumanns í mikilvægasta leik í sögu félagsins, leikmaður sem var á vellinum nánast allt tímabilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner