Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. júní 2021 17:30
Elvar Geir Magnússon
„Vonandi erum við næst að koma með nýjan þjóðarleikvang"
Frá Þórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyja.
Frá Þórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyja.
Mynd: Getty Images
Á föstudagskvöld mætast Færeyjar og Ísland í vináttulandsleik í Þórshöfn en leikurinn verður sérstakur vígsluleikur á þjóðarleikvangi Færeyja, Þórsvelli í Gúndadal, sem hefur gengið í gegnum miklar endurbætur.

Færeyingar eru komnir með þjóðarleikvang sem er mun flottari en Laugardalsvöllur, þjóðarleikvangur Íslands.

„Færeyingar eru að klára sinn þjóðarleikvang og við erum að sjálfsögðu stoltir af því að fá að taka þátt í þeirri veislu með þeim. Við vonumst svo eftir því að við séum næst til að koma með nýjan þjóðarleikvang eftir nokkur ár," segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands.

Leikur Færeyja og Íslands verður klukkan 18:45 á föstudagskvöld í beinni útsendingu á RÚV.
Athugasemdir
banner