Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júní 2022 09:38
Elvar Geir Magnússon
Spila á leikvangi sem nefndur er eftir ísraelskum auðkýfingi
Sammy Ofer leikvangurinn.
Sammy Ofer leikvangurinn.
Mynd: EPA
Íslenska karlalandsliðið mætir Ísrael í kvöld í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Leikurinn hefst kl. 18:45 á Sammy Ofer leikvangnum í Haífa og er hann í beinni útsendingu, og í opinni dagskrá, á Viaplay, auk þess að vera í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Sammy Ofer leikvangurinn er nýlegur, opnaði 2014 og tekur 30.780 áhorfendur.

Hann er nefndur í höfuðið á auðkýfingi sem fjármagnaði 19% af kostnaði við byggingu vallarins. Ofer var útgerðarmaður og einn ríkasti maður Ísrael en hann lést 2011, tveimur árum eftir að framkvæmdir hófust við leikvanginn.

Maccabi Haifa og Hapoel Haifa spila heimaleiki sína á leikvangnum og ísraelska landsliðið spilar valda leiki þar.

Íslenska landsliðið æfði á vellinum í gær. Þar á meðal var Hörður Björgvin Magnússon sem kom til móts við hópinn á þriðjudagskvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner