Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. nóvember 2020 18:45
Aksentije Milisic
Telur að besta staða Pogba sé á bekknum
Mynd: Getty Images
Frank Leboeuf, fyrrum landsliðsmaður Frakka, segir að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, viti ekki hvað hann eigi að gera með Paul Pogba.

Pogba átti slæman leik í gær þegar United tapaði gegn Arsenal á Old Trafford. Hann braut klaufalega af sér og gaf gestunum vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr og tóku með sér stigin þrjú til London.

Pogba sagði eftir leik að hann hafi verið móður og það hafi orsakað þessi mistök. Þau ummæli hafa ekki fallið mjög vel í kramið hjá mörgum stuðningsmönnum United.

„Það er erfitt að útskýra frammistöðu United. Þetta var einn sigur gegn Leipzig og annar sem var heppni. Það sem við höfum séð frá United í deildinni er ekki nægilega gott. Gæðin hafa fallið rosalega," sagði Leboeuf.

„Ole veit ekki hvað hann á að gera með Pogba. Hann verður að endurskoða stöðu leikmannsins, kannski er besta staðan hans á bekknum núna."

„Þú getur ekki treyst á hann að sinna varnarleiknum og fylgja taktískum fyrirmælum. Þú verður að láta hann vera frjálsan og nota taktík fyrir hina leikmennina."

United situr í 15. sæti deildarinnar og hefur liðið einungis náð í eitt stig úr fjórum heimaleikjum í deildinni til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner