Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mán 02. nóvember 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan: Sagði að ég væri bara að hita upp
Mynd: Getty Images
Hinn 39 ára gamli Zlatan Ibrahimovic hefur farið ótrúlega vel af stað á nýju tímabili í Serie A og er kominn með sjö mörk í fjórum leikjum.

Hann gerði sigurmarkið í sigri gegn Udinese í gær og er Milan á toppi deildarinnar með 16 stig eftir 6 umferðir.

„Ég sagði við ykkur fyrir sex mánuðum að ég væri bara að hita upp," sagði Zlatan í viðtali að leikslokum, en hann skoraði 10 mörk í 18 leikjum á seinni hluta síðasta tímabils.

„Hér er ég partur af ungu liði með stór markmið. Leikmenn hérna eru tilbúnir til að leggja mikla vinnu á sig og maður sér hvernig liðið verður betra með hverjum degi."

Zlatan er þó ekki alveg sú ofurhetja sem hann þykist oft vera og segist ekki vera neitt án liðsfélaganna sem eru duglegir að skapa færi fyrir hann.

„Ég gæti ekki gert svona vel ef ég væri ekki partur af svona öflugu liði. Ég verð að þakka liðsfélögunum og þjálfaranum fyrir allt."

Zlatan gekk í raðir Milan í janúar í fyrra og er búinn að gera 19 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum frá komu sinni til félagsins.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 28 5 1 81 18 +63 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 35 17 13 5 49 27 +22 64
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 34 17 4 13 43 35 +8 55
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 35 11 14 10 31 31 0 47
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 34 10 12 12 38 40 -2 42
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 34 7 11 16 36 59 -23 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 34 6 8 20 40 70 -30 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner