Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
PSG eina liðið sem hefur ekki tapað leik
Neymar og félagar hafa ekki tapað leik á þessu tímabili
Neymar og félagar hafa ekki tapað leik á þessu tímabili
Mynd: EPA
Franska liðið Paris Saint-Germain er eina liðið sem hefur ekki tapað leik af liðunum í fimm stærstu deildum Evrópu.

PSG og Napoli voru einu liðin sem voru taplaust fyrir leikina í Meistaradeildinni í gær.

Liverpool vann Napoli 2-0 og varð fyrsta liðið til að leggja ítalska liðið að velli.

Napoli hafði verið taplaust í 21 leik í röð en Mohamed Salah og Darwin Nunez sáu til þess að stöðva sigurhrinuna.

Nú er PSG eina liðið sem er taplaust í fimm stærstu deildum Evrópu en síðasta tap PSG kom gegn Mónakó í mars. Liðið hefur ekki tapað í síðustu 28 leikjum en verður einhver breyting á því er liðið mætir Juventus á morgun?
Athugasemdir
banner