Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. nóvember 2022 10:22
Elvar Geir Magnússon
Siggi Höskulds kynntur sem aðstoðarþjálfari Vals (Staðfest)
Sigurður Höskuldsson.
Sigurður Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson verður aðstoðarmaður Arnars Grétarssonar hjá Val en Hlíðarendafélagið staðfesti þetta í dag. Þessar fréttir koma engum á óvart en greint var frá því í síðasta mánuði að Sigurður hefði gert samkomulag við Val.

„Siggi Höskulds sem er 37 ára gamall, þjálfaði Leikni frá árinu 2019 með eftirtektarverðum árangri. Siggi Höskulds er íþróttafræðingur og er með A-gráðu þjálfaramenntunar frá KSÍ og er að taka UEFA pro frá KSÍ," segir í tilkynningu Vals.

„Hann verður í fullu starfi hjá Val og mun koma að afreksþjálfun yngri leikmanna félagsins ásamt því að móta framtíðarstefnu knattspyrnudeildar með þeim Arnari Grétarssyni, þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og Eysteini Húna Haukssyni yfirþjálfara."

Sigurður kom Leikni upp í efstu deild og hélt liðinu uppi á fyrsta tímabili. Breiðhyltingar féllu hinsvegar í ár og eru í þjálfaraleit fyrir komandi ár í Lengjudeildinni.

Valur hafnaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar en Heimir Guðjónsson var rekinn í sumar og Ólafur Jóhannesson tók við liðinu út tímabilið. Arnar Grétarsson gerði fjögurra ára samning við Hlíðarendafélagið.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner