Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. mars 2020 21:07
Ívan Guðjón Baldursson
Frestað seinni undanúrslitaleik Juventus og Milan
Mynd: Getty Images
Kóróna veiran hefur umturnað öllu skipulagi í ítalska boltanum þar sem stjórn Serie A ákvað að fresta leikjum síðustu tvær helgar frekar en að spila þá fyrir luktum dyrum.

Seinni undanúrslitaleikur Juventus og AC Milan átti að fara fram annað kvöld en ákveðið hefur verið að fresta honum vegna veirunnar.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Mílanó. Sigurvegararnir munu mæta annað hvort Inter eða Napoli í úrslitaleiknum.

Ítalir eru ragir við að spila leiki fyrir luktum dyrum og gætu þurft að spila mikið af leikjum í maí til að bæta upp fyrir frestanir.
Athugasemdir
banner