Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 03. mars 2020 10:38
Magnús Már Einarsson
Klopp hlær að sögum um að kóróna veiran komi í veg fyrir titilinn
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur hlegið að fréttum þess efnis að Liverpool verði ekki meistari í ár ef tímabilið verður blásið af vegna kórónu veirunnar.

The Telegraph kom með þessa frétt í síðustu viku og Klopp var spurður út í málið á fréttamannafundi í gær.

„Ég held að stuðningsmenn okkar séu ekki stressaðir. Ég trúi ekki að stuðningsmenn Liverpool spái í þessu og ég tala reglulega við stuðningsmenn Liverpool," sagði Klopp.

„Það væri virkilega áhugavert að sjá hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili ef þetta yrði svona."

„Þetta er góð frétt en ég þegar ég sá þetta í fyrsta skipti hugsaði ég: 'Wow, hugsar einhver svona í alvörunni?' Stuðningsmenn Liverpool eru ekki nægilega heimskir til að trúa þessum hlutum."

Athugasemdir
banner