Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 03. apríl 2021 15:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Dagný lék í óvæntum stórsigri - Fyrsti sigurinn
Kvenaboltinn
Reading 0 - 5 West Ham
0-1 K. Dali
0-2 K. Svitkova
0-3 M. Thomas
0-4 M. Thomas
0-5 M. Thomas

West Hamm vann 0-5 stórsigur á Reading á útivelli í ensku Ofurdeildinni í dag. Leikurinn var fyrsti leikur af sex í 19. umferð deildarinnar. Hinir fimm leikir umferðarinnar fara fram á morgun.

Dagný Brynjarsdóttir lék allan tímann inn á miðjunni hjá West Ham sem leiddi með fimm mörkum í leikhléi. Martha Thomas skoraði þrennu, fyrsta markið sitt á 11. mínútu og það síðasta á 37. mínútu.

West Ham er í 10. sæti, tveimur stigum frá botnsætinu og átta stigum frá Reading. West Ham á tvo leiki til góða á Reading og einn leik á flest önnur lið.

Leikurinn var sá fjórði sem Dagný spilar með West Ham og var þetta fyrsti sigur hennar í treyju Hamranna.
Athugasemdir