Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 03. júní 2021 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðablik sagt vera á eftir nýjum landsliðsmanni Íslands
Þórir Jóhann í leik með FH.
Þórir Jóhann í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason spilaði sinn fyrsta A-landsleik í síðustu viku þegar Ísland tapaði naumlega gegn Mexíkó í Texas.

Þórir verður 21 árs síðar á þessu ári en hann hefur verið öflugur með FH í Pepsi Max-deildinni.

Þórir Jóhann, sem er uppalinn í Haukum, verður samningslaus eftir þetta tímabil og það var fjallað um það í Dr Football hlaðvarpinu í dag að önnur félög í efstu deild væru farin að sýna honum áhuga.

„Að sjálfsögðu eru Blikarnir komnir í þetta. Þeir eru bestir í þessu, þeir eru vakandi," sagði Hjörvar Hafliðason.

Hjörvar sagði jafnframt að Valur þyrfti að blanda sér í baráttuna um Jóhann, þar sem Valsliðið væri „eldgamalt".

Þórir Jóhann á minna en sex mánuði eftir af samningi sínum og því geta önnur félög rætt við hann.


Athugasemdir
banner
banner