Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. júní 2022 08:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal vill Tielemans - Man Utd getur fengið Asensio
Powerade
Marco Asensio til Man Utd?
Marco Asensio til Man Utd?
Mynd: EPA
Gabriel Jesus sóknarmaður Manchester City.
Gabriel Jesus sóknarmaður Manchester City.
Mynd: Getty Images
Soucek til Spurs?
Soucek til Spurs?
Mynd: EPA
Rasmus Kristensen til Leeds?
Rasmus Kristensen til Leeds?
Mynd: EPA
Sneisafullur slúðurpakki í boði Powerade. Lacazette, Tielemans, Asensio, Lukaku og Lingard eru meðal þeirra sem koma við sögu.

Lyon vill fá franska framherjann Alexandre Lacazette (31) á frjálsi sölu frá Arsenal, fimm árum eftir að hafa selt hann til enska félagsins á 46,5 milljónir punda. (L'Equipe)

Arsenal hefur áhuga á belgíska miðjumanninum Youri Tielemans (25) sem mun yfirgefa Leicester City í sumar. (Fabrizio Romano)

Manchester United hefur möguleika á því að kaupa spænska vængmanninn Marco Asensio (26) frá Real Madrid. (El Chiringuito)

Barcelona mun beina athygli sinni að belgíska sóknarmanninum Romelu Lukaku (29) ef félagið nær ekki að krækja í pólska markahrókinn Robert Lewandowski (33) sem er á förum frá Bayern München. (Mundo Deportivo)

Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus (25) og úkraínski varnarmaðurinn Oleksandr Zinchenko (25) gætu yfirgefið Manchester City í sumar. Raheem Sterling (27) hefur bara áhuga á að fara ef annað elítufélag vill fá hann. (The Athletic)

Arsenal er með Jesus efstan á óskalista sínum en fær samkeppni frá Juventus um þennan fyrrum leikmann Palmeiras. (Mirror)

Brentford hefur boðið danska miðjumanninum Christian Eriksen (30) langtímasamning og bíður eftir svari. Eriksen var hjá Brentford á láni frá janúar til loka tímabils. (Sky Sports)

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba (29) er nálægt því að ganga í raðir Juventus á ný og mun gera þriggja ára samning við ítalska félagið. (Goal)

Hollenski varnarmaðurinn Nathan Ake (27) hefur fengið þau skilaboð að hann geti yfirgefið Manchester City og þar með opnað leið fyrir skipti til Newcastle. (TalkSport)

Tottenham hefur möguleika á því að kaupa tékkneska miðjumanninn Tomas Soucek (27) frá West Ham en viðræður um nýjan samning við Hamranna hafa siglt í strand. (Football Insider)

Roma hefur áhuga á að fá Jesse Lingard (29) þegar samningur hans við Manchester United rennur út í sumar. West Ham og Everton hafa einnig áhuga. (Gazzetta dello Sport)

Leeds United er í viðræðum um danska hægri bakvörðinn Rasmus Kristensen (24) hjá Red Bull Salzburg. (Sky Sports)

Everton er bjartsýnt á að krækja í varnarmanninn James Tarkowski (29) frá Burnley. Aston Villa er einnig framarlega í baráttunni um miðvörðinn. (Mail)

Argentínski sóknarmaðurinn Lautaro Martínez (24) vill vera áfram hjá Inter þrátt fyrir vangaveltur um framtíð hans. (90 Min)

Nýliðar Nottingham Forest gætu reynt að fá írska U21 landsliðsmanninn Will Smallbone (22) frá Southampton. Dýrlingarnir gætu lánað miðjumanninn á næsta tímabili. (Sun)

Forest, Norwic og Huddersfield vilja fá kamerúnska vinstri bakvörðinn Enzo Ebosse (23) frá Angers. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner