Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. október 2021 21:38
Brynjar Ingi Erluson
Ranieri að taka við keflinu hjá Watford - Kynntur á morgun
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Claudio Ranieri verður kynntur sem nýr stjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Watford á morgun en það er Sky Sports á Ítalíu sem greinir frá.

Xisco Munoz var rekinn frá Watford í dag eftir aðeins sjö umferðir en liðið er fjórum stigum frá fallsæti og situr í 15. sæti.

Samkvæmt Sky Italia þá er Watford að ganga frá samningum við ítalska þjálfarann Claudio Ranieri og verður hann formlega kynntur sem nýr stjóri félagsins á morgun.

Ranieri er einn reyndasti þjálfarinn í boltanum. Hann gerði Leicester að Englandsmeisturum árið 2016 á eftirminnilgan hátt en hann hefur einnig þjálfað Chelsea, Roma, Juventus og gríska landsliðið svo eitthvað sé nefnt.

Hann var síðast að þjálfa Sampdoria en ákvað að framlengja ekki samning sinn við félagið eftir síðustu leiktíð og hefur því verið án starfs síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner