Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. nóvember 2020 06:00
Fótbolti.net
Víkingar á flugi í getraunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru heitir í getraunum um þessar mundir og fengu 13 rétta á laugardaginn á Enska getraunaseðilinn og fengu rúmar 5 milljónir í sinn hlut. Þetta er annar laugardagurinn í röð sem húskerfið hjá Víkingunum er að slá í gegn og fær 13 rétta en alls hefur kerfið skilað yfir 8 milljónum króna.

Liverpool örlagavaldur
Í bæði skiptin sem húskerfið fékk 13 rétta var Liverpool að leika síðasta leikinn á Getraunaseðlinum og varð Liverpool að vinna til að kerfið gengi upp. Í báðum tilfellum lenti Liverpool undir í leiknum og í báðum tilfellum var mark dæmt af Liverpool með VAR tækninni. Það tók því á taugarnar að fylgjast með Liverpool undanfarnar tvær vikur.

Undir regnboganum
Sagt er að þeir sem komist undir enda regnbogans finni þar kistu fulla af gulli. Þessi mynd var tekin af einum af hluthöfum í húskerfinu á laugardaginn og sýnir Víkina undir enda regnbogans. Taldi hlutahafinn þá víst að 13 réttir kæmu í Víkina.
Athugasemdir
banner
banner