Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 03. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ólöf Hildur skrifaði undir tveggja ára samning við Víking
Ólöf Hildur verður áfram í Víkinni
Ólöf Hildur verður áfram í Víkinni
Mynd: Heimasíða Víkings R.
Ólöf Hildur Tómasdóttir skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við Víking Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Ólöf er uppalin í Víking og spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk félagsins fyrir tveimur árum.

Síðan þá hefur hún bætt við átján leikjum til viðbótar en hún kom við sögu í sex leikjum í Lengjudeildinni í sumar.

Ólöf, sem er fædd árið 2003, skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning og er því samningsbundin út 2024.

Víkingsliðið var nálægt því að komast upp í deild þeirra bestu en liðið hafnaði í 3. sæti, aðeins þremur stigum á eftir Tindastól.
Athugasemdir
banner
banner
banner