Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Zakaria heillaði Potter - „Gerði meira en við báðum um“
Denis Zakaria var öflugur á miðjunni hjá Chelsea
Denis Zakaria var öflugur á miðjunni hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Graham Potter, stjóri Chelsea, var hæstánægður með frammistöðu svissneska miðjumannsins Denis Zakaria í 2-1 sigrinum á Dinamo Zagreb í gær, en þetta var fyrsti leikur hans fyrir félagið.

Zakaria kom til Chelsea á láni frá Juventus undir lok gluggans en hafði ekki fengið mínútu fram að leiknum í gær.

Hann var í byrjunarliðinu og tókst að skora sigurmarkið eftir hálftímaleik. Potter var hrifinn af frammistöðu hans.

„Mér fannst hann góður. Þú getur séð hvað hann kemur með í liðið, gæðin sem hann hefur og hvernig hann spilaði af eldmóð. Hann var mjög agaður og keyrði fram þegar hann gat það. Hann heillaði mig í kvöld.“

„Hann gerði svo sannarlega meira en við báðum um, sem var að veita samkeppni á miðsvæðinu. Han gerði allt sem hann gat og hjálpaði liðinu með að skora. Frábær fyrsti leikur hjá honum.“
sagði Potter.
Athugasemdir
banner
banner