Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. mars 2024 19:11
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Sheffield United og Arsenal: Partey og Jesus á bekknum
Thomas Partey er að snúa aftur eftir meiðsli
Thomas Partey er að snúa aftur eftir meiðsli
Mynd: Getty Images
Sheffield United og Arsenal mætast í lokaleik 27. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á Bramall Lane-leikvanginum í Sheffield klukkan 20:00 í kvöld.

Chris Wilder gerir tvær breytingar á liði sínu. Tom Davies, sem kom til félagsins frá Everton síðasta sumar, byrjar sinn fyrsta leik.

Oli McBurnie, sem hefur skorað í síðustu fjórum heimaleikjum liðsins, kemur þá einnig inn í liðið. Rhian Brewster og Yasser Larouci fara á bekkinn.

Mikel Arteta er með óbreytt lið frá 4-1 sigrinum gegn Newcastle United síðustu helgi. Ganamaðurinn Thomas Partey er hins vegar á bekknum, sem er mikið fagnaðarefni fyrir Arsenal-menn, en hann gæti spilað sinn fyrsta leik síðan í október. Gabriel Jesus er einnig á bekknum.

Sheffield United: Grbic; Bogle, Ahmedhodzic, Trusty, Robinson; Norwood, Souza, Hamer, Davies; McBurnie, McAtee
Varamenn: Foderingham, Baldock, Brereton Diaz, Osborn, Arblaster, Larouci, Peck, Osula, Brooks

Arsenal: aya; White, Saliba, Gabriel, Kiwior; Odegaard, Jorginho, Rice; Saka, Havertz, Martinelli
Varamenn: Ramsdale, Partey, Jesus, Smith Rowe, Nketiah, Cedric, Trossard, Fabio Vieira, Nelson
Athugasemdir
banner
banner