Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. maí 2022 08:30
Elvar Geir Magnússon
Sakaður um kynþáttafordóma í garð eigin leikmanna
John Yems.
John Yems.
Mynd: Getty Images
Enska D-deildarfélagið Crawley Town hefur sent stjóra félagsins, John Yems, í leyfi á meðan enska fótboltasambandið rannsakar alvarlegar ásakanir um kynþáttafordóma af hans hendi.

Yems er 62 ára og er meðal annars sagður hafa látið hörundsdökka leikmenn liðsins nota annan klefa en aðrir leikmenn í hópnum.

Hann er sagður hafa ítrekað vísað til leikmanna sem eru af asísku bergi brotnir með því að kalla þá 'hryðjuverkamenn, sjálfsmorðssprengjumenn og karrý-ætur'. Að auki er hann sagður hafa bannað tveimur leikmönnum sem eru af minnihlutahópi að æfa með aðalliðinu án útskýringa, svo einhver dæmi séu nefnd.

Sjö leikmenn liðsins kvörtuðu til leikmannasamtaka vegna framkomu Yems og einn leitaði aðstoðar frá sérfræðingi vegna neikvæðra andlegra áhrifa.

Crawley hefur tapað öllum þremur leikjunum síðan Yems var sendur í leyfi. Hann er vinsæll meðal stuðningsmanna sem sungu 'Við viljum fá Yems okkar til baka' í 0-2 tapi á heimavelli gegn Leyton Orient síðasta laugardag.

Enska fótboltasambandið segist líta ásakanirnar mjög alvarlegum augum en Yems sjálfur vildi ekki tjá sig þegar Daily Mail leitaði eftir því.
Athugasemdir
banner