Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. júní 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Furðuleg sóun á viku hjá Tottenham - „Fóru í allt aðra átt"
Mauricio Pochettino, fyrrum stóri Tottenham, og Antonio Conte.
Mauricio Pochettino, fyrrum stóri Tottenham, og Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Svo virðist sem Antonio Conte verði ekki næsti stjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham.

Ítalinn hefur verið sterklega orðaður við Spurs undanfarna daga og hann hefur verið í viðræðum við félagið sem er í stjóraleit.

Conte er án starfs eftir að hann hætti hjá Inter nokkrum dögum eftir að hafa tryggt liðinu Ítalíumeistaratitilinn.

Telegraph segir að Tottenham og Conte hafi ekki náð saman. Conte er ekki viss með metnað Tottenham og Spurs var ekki sannfært um kröfur hans og hvort hann myndi gefa ungum leikmönnum tækifæri.

Conte vill vinna titla og hann virðist ekki vera að taka við Tottenham.

Tottenham er núna að skoða aðra möguleika. Alasdair Gold, sem skrifar um Tottenham fyrir football.london segir að þetta líti einstaklega illa út fyrir félagið. Það hefur gengið illa að finna arftaka Jose Mourinho.

„Algjört rugl frá Spurs í raun. Fóru í allt aðra átt en þau voru að horfa á í byrjun með allt aðra tegund af knattspyrnustjóra og karakter, og voru svo furðulega hneykslaðir þegar hann passaði ekki við þeirra stefnu. Furðuleg sóun á viku eða svo," skrifaði Gold á Twitter.

Conte vill vinna núna, en Tottenham virðist vera að hugsa til knattspyrnustjóra sem er til í uppbyggingu. Furðulegt mál.


Athugasemdir
banner
banner