Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. júní 2022 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Benzema dregur áfrýjunina til baka en lýsir áfram yfir sakleysi sínu
Karim Benzema
Karim Benzema
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karim Benzema, framherji Real Madrid og franska landsliðsins, ætlar ekki að áfrýja dómi sem hann hlaut í nóvember fyrir að kúga fé út úr Mathieu Valbuena, fyrrum liðsfélaga hans í landsliðinu. Benzema lýsir þó áfram yfir sakleysi sínu í málinu.

Benzema var kærður fyrir að eiga þátt í því að kúga fé úr Valbuena fyrir sex árum.

Þeir voru þá liðsfélagar í franska landsliðsinu og stuttu fyrir leik Frakklands og Armeníu ræddi Benzema við Valbuena sem einhverskonar milliliður. Tjáði hann honum að hann þekkti menn sem voru með kynlífsmyndband af Mathieu Valbuena og hótuðu að leka því ef leikmaðurinn myndi ekki greiða ákveðna upphæð.

Benzema ráðlagði Valbuena að borga þeim enda væri það best fyrir alla aðila. Valbuena fór í staðinn til lögreglunnar sem vann að leynilegri rannsókn áður en kæra var lögð fram gegn Benzema og fjórum öðrum mönnum sem tóku þátt í því að kúga fé úr Valbuena.

Málið fór fyrir dómstóla í október en Benzema var ekki viðstaddur. Hann var dæmdur sekur í nóvember og fékk eins árs skilorðsbundin fangelsisdóm og gert að greiða 75 þúsund evrur í sekt.

Teymi Benzema áfrýjaði málinu en franski landsliðsmaðurinn hefur nú ákveðið að draga þá áfrýjun til baka þar sem málið hefur tekið mikið á geðheilsu hans. Benzema lýsir þó áfram yfir sakleysi sínu.

„Það að við drögum áfrýjunina til baka gefur í skyn að hann sé sekur. Það er sannleikurinn í dómskerfinu en það er ekki raunveruleikinn," sagði Hugues Vigier, lögmaður Benzema.

„Karim Benzema mun alltaf lýsa yfir sakleysi sínu í þessu máli og hann vildi aldrei taka þátt í því að kúga fé úr Mathieu Valbuena," sagði hann ennfremur.

Benzema spilaði ekki með franska landsliðinu í sex ár áður en Didier Deschamps kallaði hann inn fyrir EM á síðasta ári. Síðan þá hefur framherjinn verið stórkostlegur og unnið Þjóðadeildina, spænsku deildina og Meistaradeild Evrópu. Hann var markahæstur á Spáni og í Meistaradeildinni og gerir sterkt tilkall til að vinna Ballon d'Or-verðlaunin í fyrsta sinn á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner