Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. júní 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Úrvalsdeildarfélög berjast um Mavididi
Mynd: EPA

Framherjinn Stephy Mavididi gæti verið á förum frá Montpellier í sumar vegna mikils áhuga úr ensku úrvalsdeildinni.


Mavididi, sem er nýlega orðinn 24 ára, ólst upp hjá Arsenal en spilaði aldrei fyrir aðalliðið. Hann á leiki að baki fyrir Charlon og Preston á Englandi en hann skipti yfir til Juventus sumarið 2018 og spilaði einn leik fyrir aðalliðið áður en hann færði sig yfir til Frakklands.

Hjá Montpellier hefur Mavididi, sem er vinstri kantmaður að upplagi, skorað 17 mörk í 65 deildarleikjum.

West Ham, Brighton, Southampton, Everton og Marseille hafa sett sig í samband við umboðsteymi Mavididi sem á tvö ár eftir af samningnum við Montpellier.

Talið er að Mavididi, sem á 18 leiki að baki fyrir yngri landslið Englendinga, muni kosta á bilinu 15 til 25 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner