Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 04. september 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Chiellini óvart á bekknum - Mancini var ekki með gleraugun
Leonardo Bonucci byrjaði í hjarta varnarinnar við hlið Acerbi.
Leonardo Bonucci byrjaði í hjarta varnarinnar við hlið Acerbi.
Mynd: Getty Images
Ítalía gerði 1-1 jafntefli við Bosníu í Þjóðadeildinni í dag og var hinn þaulreyndi Giorgio Chiellini geymdur á bekknum.

Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að það hafi verið mistök að hafa Chiellini á bekknum. Hann var ekki með lesgleraugun á sér þegar hann staðfesti byrjunarliðið.

„Þetta var mér að kenna," viðurkenndi Mancini á fréttamannafundi eftir leikinn. „Þeir sýndu mér byrjunarliðið og ég var gleraugnalaus svo ég sagði bara að þetta væri í lagi. Ég tók ekki eftir því að Acerbi var í liðinu í stað Chiellini.

„Það gerir lítið til þar sem við höfðum ákveðið að láta Acerbi spila einn leik og Chiellini hinn. Við víxlum bara leikjunum og Giorgio spilar gegn Hollandi."


Ítalska knattspyrnusambandið reyndi að fá þessu breytt fyrir upphafsflautið en fékk ekki leyfi. Acerbi hefði þurft að meiðast í upphitun til að detta úr byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner