Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. september 2021 22:00
Aksentije Milisic
Lukaku: Tilgangslaust að bera mig saman við Ronaldo
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, framherji Chelsea, segir að það sé tilgangslaust hjá fólki að vera bera hann saman við Cristiano Ronaldo.

Þessi 28 ára gamli framherji segir að það sé langur vegur frá því að hægt verði að bera hann saman við Portúgalska snillinginn. Ronaldo skoraði sitt 111 landsliðsmark gegn Írlandi fyrr í vikunni og bætti þar metið hans Ali Daei.

Lukaku hefur skorað 66 landsliðsmörk fyrir Belgíu en leikmaðurinn segir að það sé alveg tilganslaust að bera hann saman við Ronaldo.

„Ekki bera mig saman við Cristiano Ronaldo, aldrei," sagði Lukaku.

„Cristiano Ronaldo, fyrir mig, er í topp þremur yfir bestu leikmenn sögunnar. Ég ætla ekki að segja í hvaða sæti hann er, en hann er þarna í topp þremur. Það sem hann hefur afrekað í fótboltanum er ótrúlegt," hélt Belginn áfram.

„Ég var heppinn að fá að spila gegn honum á Ítalíu og nú er hann kominn aftur til Englands. Það er tilgangslaust fyrir ykkur að bera mig saman við hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner