Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. október 2021 09:57
Elvar Geir Magnússon
Bayern, Real, PSG, Barcelona og Ajax töpuðu öll um helgina
Ronald Koeman var ekki ánægður með það sem hann sá frá sínum mönnum í Barcelona gegn Atletico Madrid.
Ronald Koeman var ekki ánægður með það sem hann sá frá sínum mönnum í Barcelona gegn Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Messi og félagar biðu lægri hlut gegn Rennes.
Messi og félagar biðu lægri hlut gegn Rennes.
Mynd: Getty Images
Það lágu margir evrópskir risar í valnum um helgina en Bayern München, Real Madrid, Paris St-Germain, Barcelona og Ajax töpuðu öll deildarleikjum sínum.

Þetta telst svo sannarlega til tíðinda en nóg var af áhugaverðum úrslitum í Evrópuboltanum.

Barcelona tapaði fyrir Spánarmeisturum Atletico Madrid og alls ekki hægt að segja að það hafi verið óvænt, sérstaklega ekki í ljósi þeirrar stöðu sem Börsungar hafa verið í.

Hinir leikirnir vöktu hinsvegar sannarlega athygli með óvæntum úrslitum.

Fimm dögum eftir niðurlæginguna gegn Sheriff Tiraspol frá Moldóvu þá tapaði Real Madrid fyrir Espanyol. Ekki alveg svarið sem Carlo Ancelotti leitaði eftir en eftir leik sagði hann frammistöðuna þá verstu hjá liðinu á tímabilinu.

Í Þýskalandi töpuðu meistararnir í Bayern München óvænt fyrir Eintracht Frankfurt en þetta var fyrsta tap Bæjara í deildinni. Þetta var fyrsti útisigur Frankfurt gegn Bayern síðan 2000. á var þetta fyrsti tapleikur Bayern á heimavelli í deildinni síðan 2019.

Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappe byrjuðu allir fyrir Paris St-Germain sem tapaði fyrir Rennes 2-0 og átti ekki skot á markið. Pochettino talaði um það eftir leikinn að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með sitt lið.

Hollensku meistararnir í Ajax höfðu unnið sex af fyrstu sjö deildarleikjum sínum. En Utrecht fylgir í humátt eftir óvæntan sigur á Johan Cruyff Arena. Vinstri bakvörðurinn Django Warmerdam skoraði eina markið í leiknum þrátt fyrir yfirburði Ajax sem var 69% með boltann og átti 20 skottilraunir á móti 8 hjá gestunum. Svona er boltinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner