Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. október 2021 09:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville: Solskjær fær tímabilið en þarf að skila titli í hús
Ronaldo var óvænt á bekknum á laugardag.
Ronaldo var óvænt á bekknum á laugardag.
Mynd: EPA
Gary Neville skilur vel að stuðningsmenn Manchester United séu ósáttir við frammistöðu liðsins og úrslitin gegn Everton á laugardag. Neville hefur ekki kallað eftir því að United skipti um stjóra en margir eru á því að fá nýjan mann inn í stjórastöðuna fyrir Ole Gunnar Solskjær.

United gerði 1-1 jafntefli gegn Everton og var Everton nálægt því að vinna leikinn.

„Ég hef aldrei sem sérfræðingur kallað eftir því að stjóri verði rekinn og ætla ekki að byrja á því núna. Manchester United hefur glímt við mikil vandræði þessi átta ár eftir að Sir Alex hætti," sagði Neville á TikTok í gær.

„Hann þarf að vinna titil á næstu 12-18 mánuðum, klárt mál. Hann hefur verið í þrjú ár hjá félaginu en það er staðreynd að leikmennirnir sem hann er með núna eru betri en þeir sem hann var með þegar hann tók við."

„Ég er hrifinn af þeim leikmönnum sem hafa verið sóttir en ég er meðviðtaður um að þeir þurfa að spila betur. Því miður eru Man City og Liverpool mun betri á þessum tímapunkti og United mun ekki vinna deildina. Solskjær þarf að vinna eitthvað á þessari leiktíð. En verum róleg, hann fær alltaf þetta tímabil. Við verðum að leyfa liðinu að þróast."

„Jadon Sancho, Raphael Varane og Cristiano Ronaldo eru komnir inn. Gefið þeim nokkra mánuði. Það var jákvætt í gær hversu vel Sancho kom inn í leikinn í gær. Ég er búinn að segja að þetta sé 'að duga eða drepast' tímabil fyrir Solskjær. Ég mun ekki óska eftir því að félagi minn verði rekinn. Ég hef aldrei kallað eftir því að stjóri verði rekinn á mínum ferli sem sérfræðingur en Ole þarf að skila einhverju á þessari leiktíð, á því er enginn vafi."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner