Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 05. mars 2024 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Dregið í undankeppni EM 2025 í dag - Ísland í þriðja styrkleikaflokki
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag verður dregið í riðla í undankeppni EM 2025 en drátturinn sem fer fram í Nyon í Sviss hefst klukkan 12:00 og greint verður frá niðurstöðum hér á Fótbolta.net.

Ísland hélt sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar með sigri á Serbíu í síðustu viku sem eykur möguleikana á sæti á EM 2025. Drátturinn í undankeppninni veltur á stöðu liða í Þjóðadeildinni.

Liðin í fyrsta og öðru sæti í sínum riðlum í A-deild komast beint á EM en liðin átta í þriðja og fjórða sæti mæta átta bestu liðunum úr C-deild í umspili. Sex bestu liðin úr B-deild fara einnig í umspil við sex næstbestu liðin úr B-deild. Það komast svo sex lið áfram þar og átta lið áfram úr A- og C-deild. Fjórtán lið munu því leika í sjö einvígum í umspili um sæti á EM en Sviss kemst beint á mótið sem gestgjafi.

Ísland verður þar í þriðja styrkleikaflokki í drættinum í dag.

1. styrkleikaflokkur
Frakkland
Spánn
Þýskaland
Holland

2. styrkleikaflokkur
England
Danmörk
Ítalía
Austurríki

3. styrkleikaflokkur
Ísland
Belgía
Svíþjóð
Noregur

4. styrkleikaflokkur
Írland
Finnland
Pólland
Tékkland

Það verður gaman að sjá í hvernig riðli Ísland verður en riðlakeppnin hefst í apríl og klárast í júlí. Þá kemur í ljós hvort Ísland fer beint á EM eða fer í umspil. Fyrri umferð umspilsins verður leikin seint í október og seinni umferðin verður svo spiluð í lok nóvember og byrjun desember.

Dregið í undankeppni EM:
5. mars 2024

Leikdagar í undankeppni EM:
Leikdagar eitt & tvö: 3. - 9. apríl
Leikdagar þrjú & fjögur: 29. maí - 4. júní
Leikdagar fimm & sex: 10. - 16. júlí
Umspil eitt: 23. - 29. október
Umspil tvö: 27. nóvember - 3. desember
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner