Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferill Basham gæti verið á enda eftir hræðileg meiðsli
Basham hér til hægri.
Basham hér til hægri.
Mynd: Getty Images
Chris Basham, varnarmaður Sheffield United, viðurkennir að hann hafi mögulega spilað sinn síðasta fótboltaleik eftir erfið meiðsli sem hann lenti í fyrr á tímabilinu.

Þessi 35 ára miðvörður hefur farið í þrjár aðgerðir eftir að hann meiddist illa í stoðfætinum þegar hann reyndi fyrirgjöf í fyrri hálfleiknum gegn Fulham í október.

Meiðslin litu strax hræðilega út en Basham segist núna óviss um það hvort að hann muni spila aftur.

„Ég er búinn að vera fimm mánuði í endurhæfingu og þetta hefur verið virkilega erfitt," segir Basham.

„Ferilinn gæti verið á enda, en ég er ekki alveg viss. Ég er bara að reyna að halda áfram að lifa venjulegu lífi. Að fara út í búð er erfitt fyrir mig. Andlega hefur þetta verið upp og niður."

„Það hafa margir komið til baka eftir erfiðari meiðsli en við sjáum til hvernig fer."

s
Athugasemdir
banner