Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 27. apríl 2024 10:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Orri Sveinn Stefánsson.
Orri Sveinn Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn fagna marki.
Fylkismenn fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sigurbergur Áki Jörundsson.
Sigurbergur Áki Jörundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að fá heimaleik. Alveg sama hvað lið hefði komið úr skálinni, þá erum við ánægðir með heimaleikinn," sagði Orri Sveinn Stefánsson, varnarmaður Fylkis, í samtali við Fótbolta.net í gær eftir að dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Fylkismenn fengu heimaleik gegn HK en það verður eflaust hörkuleikur. Fylkir lagði Hött/Hugin í 32-liða úrslitunum til að komast á þetta stig keppninnar.

„Við fyllum stúkuna og ég geri ráð fyrir því að HK-ingar muni koma með einhverja stuðningsmenn líka. Þetta verður hörkuleikur," segir Orri.

Fótboltasumarið hefur verið líflegt hjá Fylkismönnum til þessa. Liðið hefur verið að spila vel á köflum en eru bara með eitt stig eftir þrjá leiki.

„Við erum betri en þessi úrslit sem við höfum verið að fá núna. Frammistaðan var fín í fyrstu tveimur leikjunum en svo var hún aðeins slappari upp á Skaga. Við höldum bara áfram, þetta er rétt að byrja."

Þetta var bara léleg spyrna
Eina stigið kom í leik gegn Val þar sem Orri fór nokkuð óvænt á vítapunktinn, en hann klikkaði.

„Þetta var bara léleg spyrna, klikk. Ekki alveg það sem þú átt að gera, að skjóta í þægilegri hæð fyrir markmanninnn. Vonandi fær maður áfram traustið. Ég leyfi þjálfurunum að ákveða það. Ég veit að ég get gert miklu betur en þetta, var ekki alveg mín spyrna."

Frederik Schram varði vítið frá Orra en hann er mikill vítabani og hefur varið fimm af tíu vítum frá því hann kom í íslenska boltann.

„Ég frétti það svo að hann væri búinn að verja 50 prósent af vítaspyrnum sem hann hefur fengið á sig. Hann er flottur þarna í vítunum. Vonandi fær maður annan séns að kljást við hann á punktinum einhvern tímann. Þá vonandi skorar maður."

Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað
Orri og Ásgeir Eyþórsson hafa myndað sterkt par í hjarta varnarinnar hjá Fylki undanfarin ár en þeir eru komnir með frekari samkeppni núna þar sem Sigurbergur Áki Jörundsson er mættur frá Stjörnunni. Orri fagnar því að fá þann efnilega leikmann í Árbæinn.

„Við spiluðum saman í bikarnum í gær og hann stóð sig vel í leiknum. Þetta var fyrsti leikurinn hans og það er erfitt að spila fyrir austan fyrir framan landsbyggðarfólk. Þau geta verið ágeng á hliðarlínunni. Hann stóð sig flott þar. Það er flott að fá inn strák sem er svona efnilegur," segir Orri en hann er einn af leiðtogunum í ungu liði Fylkis.

„Við erum með marga mjög unga og efnilega stráka sem hafa verið að fá að spila í upphafi móts. Við stólum á það að þeir komi inn af krafti og fái sína rödd í klefanum. Við viljum að þeir taki skrefið í Bestu deildinni hjá okkur."

„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað, það er bara þannig," sagði Orri en hann er fullviss um að Fylkir geti haldið sér uppi í Bestu deildinni í sumar.

Hægt er horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner